Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. júní 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Sjálfbær ferðamennska í brennidepli

Ferðamenn á Geysissvæðinu - myndHugi Ólafsson

Sjálfbærni í ferðaþjónustu á Norðurlöndunum er umfjöllunarefni nýrrar skýrslu sem komin er út á vegum norrænu ráðherranefndarinnar.

Fjölgun ferðamanna hefur verið mikil á Norðurlöndum undanfarin ár. Fjöldi gesta hefur aukist verulega á vinsælustu ferðamannastöðunum og leitt af sér álag á viðkvæma náttúru og opinbera innviði auk þess sem fjölmörg dæmi eru um kostnaðarsamar björgunaraðgerðir vegna ferðamanna sem lent hafa í hættu.

Til að bregðast við þessu hafa margir viljað nýta hagræn stjórntæki til að tryggja sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar. Í skýrslunni er hins vegar bent á að á Norðurlöndunum geti t.d. réttur almennings til aðgengis að náttúrunni takmarkað möguleika á að koma á aðgangsgjöldum í ferðaþjónustu. Sjálfbær þróun í ferðaþjónustu krefjist heildrænnar nálgunar sem taki tillit til umhverfislegra, samfélagslegra og efnahagslegra þátta með langtímahugsun að leiðarljósi.

Höfundar skýrslunnar leggja því til hóflega notkun hagstjórnartækja í bland við sveigjanlegar stjórnunaráætlanir sem virkja breiðan hóp haghafa, lagasetningu og beitingu annarra stjórntækja hins opinbera.

Skýrslan Tourism, nature and sustainability: A review of policy instruments in the Nordic countries (pdf-skjal)


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum