Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. júní 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Þróun framlaga til menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála

Heildarframlög til málefnasviðs menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála jukust um 1,5 milljarða króna að raunvirði milli áranna 2017 og 2018, eða um 12%. Ríkisfjármálaáætlun 2019-2023 gerir ráð fyrir að útgjaldasvigrúm málefnasviðsins muni halda í því horfi út tímabilið.

Virðisaukaskattur á bækur verður afnuminn í byrjun árs 2019. Ekki liggur fyrir hversu mikil tekjuminnkun ríkissjóðs verður vegna niðurfellingar skattsins og margar breytur geta haft áhrif á þær fjárhæðir. Vonir standa til að aðgerð þessi hafi jákvæða keðjuverkun í för með sér fyrir bæði íslenska útgáfu og aðra menningarneyslu.


Grafið sýnir áætlað umfang málefnasviðs menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála 2017-2023, í milljónum kr. á verðlagi 2018 samkv. fjárlögum og ríkisfjármálaáætlun. Undanskilin eru tímabundin framlög vegna máltækniáætlunar og tekið er tillit til niðurfellingar virðisaukaskatts á bókum.

Tímabundin framlög vegna máltækniáætlunar koma inn á málefnasviðið í ríkisfjármálaáætlun en ráðgert er að því verkefni ljúki við lok tímabilsins. Auknar fjárheimildir eru áætlaðar í Afrekssjóð ÍSÍ á tímabilinu, sem og í Kvikmyndasjóð og til reksturs safna í ríkiseigu.

Í undirbúningi er einnig gerð hagvísa fyrir málefnasvið menningar-, æskulýðs og íþróttamála. Markmiðið með þeirri vinnu er að kortleggja betur hagræn áhrif þeirra málaflokka.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum