Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. júní 2018 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Forsætisráðherra heimsækir Háskóla Íslands - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, opnaði ráðstefnu EURAM (European Academy of Management) í Háskólabíó í dag. Um 1700 erlendir fræðimenn taka þátt í ráðstefnunni sem er sú stærsta á sviði viðskiptafræði sem haldin hefur verið hér á landi. Í ávarpi sínu minntist Katrín á mikilvægi þess að fræðasamfélagið, í samvinnu við einkageirann, setji samfélagslega ábyrgð eins og  jafnréttismál og umhverfismál, ætíð á oddinn. Þátttaka íslenska karlalandsliðsins í heimsmeistaramóti í knattspyrnu bar að sjálfsögðu á góma.

Þá heimsótti forsætisráðherra og fylgdarlið hennar Veraldar-hús Vigdísar þar sem hún sat fund undir yfirskriftinni „Háskóli í fremstu röð“ ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, og fulltrúum úr háskólanum. Eftir fundinn var gengið yfir í Tæknigarð þar sem hún sat tvo aðra fundi; annars vegar fjármögnun háskóla í alþjóðlegum samanburði og hins vegar um nýsköpun og tengsl við atvinnulíf.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum