Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. júní 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nefnd um aukna skilvirkni í skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nefnd um aukna skilvirkni í skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda.

Verkefnum nefndarinnar er skipt í tvo hluta:

  1. Fjalla um verkaskiptingu, faglegt samstarf og sameiginleg verkefni milli stofnana ráðu¬neytisins við skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda. Nefndin leggi mat á það hvort og þá hvaða verkþættir í starfsemi stofnananna eigi samleið. Þar má nefna breytta og skilvirkari verkaskiptingu hjá stofnununum og möguleg tækifæri í samrekstri og nýtingu sameiginlegra innviða.
  2. Taka til athugunar hvaða önnur verkefni kunni að tengjast kjarnaverkefnum stofnana ráðu¬neytisins á sviði skattamála og hvernig megi sníða þau betur að málaflokknum. Í því sambandi má nefna tillögur um fyrirkomulag innheimtu¬mála í víðara samhengi. Gæta ber að samráði við aðra aðila innan stjórnkerfisins sem vinna að tengdum málum.
    Einnig mun nefndin meta hvort einhverjar breytingar kunni að vera æskilegar fyrir stofnanir ráðuneytis¬ins á sviði skattamála. Undir þennan lið fellur víðtæk nýting sjálfvirknivæðingar, gervi¬greindar og áhættustjórnunar innan skattkerfisins o.fl.

Gert er ráð fyrir að nefndin skili af sér lagafrumvarpi og eftir atvikum öðrum undirbúningsskjölum fyrir lagasetningu. Að öðrum kosti skili nefndin tillögum um aðra valkosti, ólíkar leiðir eða ítarlegri greiningu, eftir því sem við á.

Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki umfjöllun vegna fyrri hlutans fyrir 1. október en að störfum hennar verði lokið 1. mars 2019

Eftirtalin skipa nefndina:

  • Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri, formaður,
  • Edda Símonardóttir forstöðumaður,
  • Guðrún Ögmundsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti,
  • Ingibjörg Helga Helgadóttir, staðgengill skrifstofustjóra í fjármála- og efnahagsráðuneyti,
  • Ingvar J. Rögnvaldsson, settur ríkisskattstjóri,
  • Snorri Olsen tollstjóri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum