Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. júlí 2018 Innviðaráðuneytið

Bergþóra Þorkelsdóttir skipuð forstjóri Vegagerðarinnar

Bergþóra Þorkelsdóttir. - mynd

Bergþóra Þorkelsdóttir var í dag skipuð forstjóri Vegagerðarinnar frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Bergþóra hefur víðtæka rekstrar- og stjórnunarreynslu og þekkingu á íslensku atvinnulífi. Hún hefur verið stjórnandi í rúm tuttugu ár, síðast sem forstjóri ÍSAM ehf., sem rekur m.a. Mylluna, ORA og eina stærstu heildverslun landsins. Þá hefur hún m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Líflands og Kornax og hjá Fastus. Hún situr í stjórn Viðskiptaráðs, en hefur áður setið í stjórn Sam­taka iðn­að­ar­ins og í fulltrúa­ráði Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

Umsækjendur um embætti forstjóra Vegagerðarinnar voru 25 en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Í greinargerð hæfnisnefndar eru tilgreindir fjórir umsækjendur sem nefndin telur hæfasta til að gegna umræddu starfi og var Bergþóra ein þeirra. Í hlutlægu hæfnismati nefndarinnar, þar sem vægi ólíkra hæfnisþátta var metið, fékk Bergþóra flest stig.

Bergþóra lauk námi í markaðsfræðum frá Chartered Institute of Marketing í Bretlandi (2005), en hefur einnig lokið námi í rekstrar- og viðskiptafræðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands (2000) og kandídatsprófi í dýralækningum frá konunglega Landbúnaðar- og dýralæknaháskólanum í Kaupmannahöfn (1991).

Lilja Alfreðsdóttir settur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í málinu skipaði Bergþóru í embættið eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagði sig frá meðferð og töku ákvörðunar í því vegna vanhæfis.

Í nefndinni sátu Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum