Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. júlí 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Styrkir Söguhring kvenna um fimm milljónir króna

Guðrún Dís Jónatansdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Shelagh Smith - myndVelferðarráðuneytið

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra undirritaði í dag samkomulag sem felur í sér fimm milljóna króna styrk velferðarráðuneytisins til Söguhrings kvenna, sem er samstarfsverkefni Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og Borgarbókasafnsins. Shelagh Smith, undirritaði samkomulagið fyrir hönd Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Ísland og Guðrún Dís Jónatansdóttir, fyrir hönd Borgarbókasafnsins.

Söguhringur kvenna er tíu ára gamalt verkefni sem hefur það markmið meðal annars að styrkja tengslanet erlendra kvenna á Íslandi og skapa þeim öruggan vettvang til að deila reynslu sinni, leita stuðnings og stuðla að félagslegum tengslum í gegnum skapandi verkefni.

Með samkomulaginu verður starfsemi Söguhringsins styrkt verulega sem gerir kleift að nýta verkefnið til að bjóða aukna fræðslu um innviði íslensks samfélags og veita upplýsingar um þau úrræði sem eru fyrir hendi til að hjálpa þeim konum sem hafa verið beittar ofbeldi eða orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Hluti samkomulagsins felur í sér að aðferðafræði Söguhringsins verður kynnt fyrir fleiri bókasöfnum víðs vegar um landið.

Samkomulagið sem var undirritað í dag kemur í kjölfar frásagna kvenna af erlendum uppruna af ofbeldi, misbeitingu og kúgunar sem birtar voru undir formerkjum #metoo byltingarinnar og áskorunar 97 kvenna til íslensks samfélags í tengslum við þær frásagnir.

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum