Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. ágúst 2018 Utanríkisráðuneytið

Mikill áhugi á þátttöku í heimildarmynd um Heimsmarkmiðin

Alls sóttu 84 ungmenni, fædd árið 2003, um að taka þátt í kynningarverkefni utanríkisráðuneytisins, Hvíta hússins og RÚV á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Um er að ræða gerð heimildarmyndar um Heimsmarkmiðin og fara upptökur fram bæði á Íslandi og í Úganda. Verkefnið felur því meðal annars í sér ferð til Úganda þar sem ungmennið speglar eigin tilveru á Íslandi í samanburði við jafnaldra í Úganda í ljósi Heimsmarkmiðanna.

Umsóknarfrestur rann út þann 29. júlí síðastliðinn. Dómnefnd hefur nú farið í gegnum umsóknirnar og í kjölfarið verða nokkur ungmenni boðuð í viðtöl á næstu vikum. Ferðin til Úganda verður farin í september eða október 2018 og tekur um það bil tíu daga. Ferðast verður í fylgd tökuliðs og upplýsingafulltrúa Heimsmarkmiðanna.

Stefnt er á að sýna heimildarmyndina í sjónvarpi RÚV og á samfélagsmiðlum í haust.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum