Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. ágúst 2018 Utanríkisráðuneytið

Vegna ferðalaga til Indónesíu

Nokkuð hefur verið um að fólk hafi haft samband við borgarþjónustu utanríkisráðuneytisins að undanförnu vegna jarðskjálftanna í Indónesíu, meðal annars til að athuga hvort óhætt sé að ferðast til Balí og nálægra eyja.  

Utanríkisráðuneytið gefur sjaldan út ferðaviðvaranir en bendir þess í stað á viðvaranir utanríkisráðuneyta Norðurlandanna og Bretlands. Þau ríki eru í flestum tilfellum með starfsemi á viðkomandi stöðum og geta því gefið mun ítarlegri og betri viðvaranir.

Hvað Indónesíu varðar vara stjórnvöld á Norðurlöndum og Bretlandi um þessar mundir sérstaklega við ferðum til Gili-eyja og norðvestanverðrar Lombok-eyju. Þessi svæði, sem eru austur af Balí, urðu illa úti í stóra skjálftanum síðastliðna helgi. Þar fórust á þriðja hundrað manns og mikil eyðilegging varð. Í morgun varð svo stór eftirskjálfti á Lombok. Slíkum skjálftum getur fylgt mikil hætta vegna þess að byggingar, vegir og aðrir innviðir eru veikir fyrir eftir stóru skjálftana. 

Íslendingar á ferðalögum erlendis geta ávallt leitað til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins komi eitthvað upp á. Sendiskrifstofur Íslands og ræðismenn veita líka borgaraþjónustu þegar þess er óskað. Nánari upplýsingar um borgaraþjónustuna má finna á vef stjórnarráðsins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum