Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. september 2018 Utanríkisráðuneytið

Fyrsta fundarlota Íslands í mannréttindaráðinu hafin

Í gær urðu söguleg tímamót þegar Ísland sótti í fyrsta skipti fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna frá því Ísland tók sæti í ráðinu í sumar. Í dag flutti fastafulltrúi Íslands í Genf ræðu þar sem hann brást við yfirlitsskýrslu Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, og tók undir áhyggjur hennar yfir stöðu mannréttinda í heiminum. Notaði hann tækifærið og minnti á ávarp Guðlaugs Þórs Þórðarssonar utanríkisráðherra í mannréttindaráðinu í febrúar síðastliðnum þegar hann lýsti yfir áhyggjum yfir því að ríki á borð við Filippseyjar, Sádi-Arabíu, Venesúela og Egyptaland ættu sæti í mannréttindaráðinu á sama tíma og staða mannréttinda í ríkjunum sjálfum væri alls ekki til fyrirmyndar. Aðildarríki, ekki síst þau sem kosin væru í mannréttindaráðið, þurfi að standa við skuldbindingar sínar í mannréttindamálum og draga þurfi ríki til ábyrgðar þegar þörf krefur. Er þetta í takti við grein ráðherra frá því í gær þar sem hann gagnrýnir að í mannréttindaráðinu sitji ríki sem frekar ættu að vera umfjöllunarefni ráðsins, en sitja í dómarasætinu. 

Fulltrúar Íslands fluttu einnig tvær ræður í gær, sem sjá má á myndböndunum hér að neðan:

Hér má hlusta á ræðu sem Edda Björk Ragnarsdóttir, hjá fastanefnd Íslands í Genf, flutti um nútíma þrælahald í gær. Hér má lesa ræðuna í heild.   



Hér flytur Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands í Genf, ræðu um réttindi aldraðra fyrir hönd Norðurlandanna. Hér má lesa ræðuna í heild. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum