Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. september 2018 Forsætisráðuneytið

Námskeið um vottun jafnlaunakerfa

Snemmskráning er hafin á námskeið Endurmenntunar Háskóla Íslands um vottun jafnlaunakerfa. Meginmarkmið námskeiðsins er að úttektarmenn geti tekið út jafnlaunakerfi ólíkra fyrirtækja og stofnana og metið hvort það uppfylli allar kröfur staðalsins ÍST 85, þ.m.t. starfaflokkun og launagreiningu fyrirtækja og stofnana. Í samræmi við reglugerð 1030/2017 um vottun jafnlaunakerfa skulu úttektarmenn ljúka námskeiðinu með prófi og fyrstu einkunn. Námskeiðið er ætlað þeim sem munu framkvæma úttektir á jafnlaunakerfum á vegum faggiltra vottunaraðila.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum