Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. september 2018 Forsætisráðuneytið

Yfirlýsing forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna nýfallins sýknudóms Hæstaréttar Íslands í málum allra dómfelldu í endurupptökumáli í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

  - myndHaraldur Jónasson / Hari
Ríkisstjórnin fjallaði um niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í málum allra dómfelldu í endurupptökumáli í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Var samþykkt að forsætisráðherra sendi frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Jafnframt samþykkti ríkisstjórnin að skipaður yrði starfshópur fulltrúa forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og dómsmálaráðuneytis er fái það hlutverk að leiða viðræður og sáttaumleitanir við aðila málsins og aðstandendur þeirra vegna þess miska og tjóns sem þau hafa orðið fyrir.


Yfirlýsing forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum