Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. október 2018 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Rauntíma tónsköpun, bragðlaukaþjálfun og gervigreind á Vísindavöku

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ásamt aðstandendum þáttaraðarinnar Fjársjóður framtíðar sem hlaut viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun. - mynd
Vísindavaka Rannís var fór fram á dögunum að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Markmið Vísindavöku er að færa vísindin nær almenningi, kynna fólkið að baki fræðunum og minna á mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Vakan var nú haldin í áttunda sinn en hún fór fram samtímis í 340 borgum Evrópu. Þátttakendum hefur fjölgað ár frá ári, að þessu sinni tóku 73 stofnanir, skólar og fyrirtæki þátt. Á Vísindavökunni var meðal annars hægt að kynna sér rauntíma tónsköpun, bragðlaukaþjálfun og gervigreind í fjölbreyttum örfyrirlestrum.

„Miðlun rannsókna, tækni og nýsköpunar er afar mikilvæg til þess að efla þekkingarstarfsemi í háskólum og atvinnulífinu. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs er lögð áhersla á fjölbreytta miðlun vísinda og tækni og þessi frábæra samkoma, Vísindavakan 2018, er gott dæmi um hvernig má miðla fjölbreyttum fróðleik á lifandi og skemmtilegan hátt. Það gleður mig ekki síst að sjá og finna hversu áhugasamt unga fólkið okkar er um vísindin hér í dag og hversu vel hefur tekist til að höfða til þeirra með kynningum og fræðslu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Ráðherra afhenti viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun af þessu tilefni en þau hlaut sjónvarpsþáttaröðin Fjársjóður framtíðar en þætt­irn­ir eru fram­leidd­ir af Há­skóla Íslands fyr­ir RÚV. Þættirnir er langviðamesta verk­efnið sem Há­skóli Íslands hef­ur tek­ist á hend­ur til að miðla vís­ind­um til al­menn­ings en sú áhersla hefur orðið æ meira áberandi í starfi háskóla hérlendis á undanförnum árum.


 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum