Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. október 2018 Matvælaráðuneytið

Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði? - Morgunfundur á miðvikudaginn með fulltrúum bænda, neytenda og verslunar

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðar til opins morgunfundar með fulltrúum bænda, neytenda og verslunar um tækifærin í íslenskum landbúnaði, m.a. í ljósi endurskoðunar á búvörusamningum og gildistöku tollasamnings Íslands og Evrópusambandsins. 

Fundurinn verður haldinn í miðvikudaginn 10. október kl. 9 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Léttar landbúnaðarveitingar og spjall frá kl. 8:30. Fundurinn er öllum opinn.

Dagskrá:

9:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem jafnframt er fundarstjóri

9:05 Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands

9:20 Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

9:30 Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna

9:40 Jón Björnsson, stjórnarformaður Krónunnar

9:50 Pallborðsumræður:

  • Björt Ólafsdóttir fyrrverandi ráðherra
  • Finnur Árnason forstjóri Haga
  • Óli Björn Kárason alþingismaður
  • Sunna Gunnars Marteinsdóttir verkefnastjóri hjá MS

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum