Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. október 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfis- og auðlindaráðherra fundaði með umhverfisráðherra Finnlands

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt Kimmo Tiilikainen, umhverfisráðherra Finnlands.  - mynd
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fundaði í gær með umhverfisráðherra Finnlands, Kimmo Tiilikainen, í Rovaniemi, höfuðstað Lapplands í Finnlandi.

Fundarefnið var formennska Íslands í Norðurskautsráðinu sem hefst á næsta ári. Finnar hafa gegnt formennsku frá árinu 2017. Rætt var um áherslur Finnlands í sinni formennskutíð og þau málefni sem Ísland mun hafa í brennidepli í formennsku sinni á árunum 2019-2021. Finnar hafa meðal annars lagt áherslu á umhverfisvernd, fjarskipti, veðurfræði og menntun.

Fundurinn fór fram í tengslum við fund umhverfisráðherra Norðurskautsríkjanna sem hefst í dag í Rovaniemi. Þar verða loftslagsbreytingar, líffræðilegur fjölbreytileiki og mengunarvarnir meðal þeirra mála sem fjallað verður um.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum