Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. nóvember 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Drög að heilbrigðisstefnu birt til umsagnar

Fjallað var um mótun heilbrigðisstefnu á fjölmennu heilbrigðisþingi 2. nóvember síðastliðinn - myndVelferðarráðuneytið

Allir sem áhuga hafa geta nú kynnt sér drög að íslenskri heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og komið á framfæri ábendingum. Stefnan hefur verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og er umsagnarfrestur til 19. desember. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þetta mikilvægan áfanga: „Árum saman hefur verið kallað eftir skýrri sýn og stefnu í heilbrigðismálum. Nú vonast ég til að við getum sameinast um að skapa slíka stefnu í góðri og almennri sátt. Heilbrigðisstefna á að vera leiðarljós sem sameinar krafta þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu og tryggir sjúklingum bestu þjónustu sem völ er á, þar sem öryggi, gæði og jöfnuður eru í fyrirrúmi“ segir heilbrigðisráðherra.

Heilbrigðisstefnan er sett fram sem leiðarljós þar sem dregnar eru fram þær megináherslur sem eiga að einkenna gott heilbrigðiskerfi í þágu allra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Til að hrinda áætluninni í framkvæmd er gert ráð fyrir að sett verði aðgerðaáætlun til fimm ára í senn sem verði uppfærð árlega meðan heilbrigðisstefnan er í gildi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum