Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. desember 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Óskað eftir umsögnum um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið í samráðsgátt

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið í samráðsgátt stjórnvalda og óskar eftir umsögnum.

Starfshópur, sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í febrúar 2018, vann hvítbókina og var vinna hópsins kynnt 10. desember sl. Markmiðið með vinnunni var að skapa traustan grundvöll fyrir umræðu, stefnumörkun og ákvarðanatöku um málefni er varða fjármálakerfið, framtíðargerð þess og þróun.

Mun fjármála- og efnahagsráðherra óska eftir því að efnt verði til umræðu á Alþingi um efni skýrslunnar í upphafi vorþings, auk þess sem hún verður tekin til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd.

Frestur til að skila inn umsögnum um hvítbókina á samráðsgátt er til 15. janúar 2019.

Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á samráðsgátt stjórnvalda


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum