Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. janúar 2019 Innviðaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Samkomulag við japönsk yfirvöld greiðir fyrir beinum flugsamgöngum

Við undirritun samkomulags um að greiða skuli fyrir beinum flugsamgöngum milli Íslands og Japans. - mynd

Sendinefnd utanríkisráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis áttu viðræður við fulltrúa samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti.

Á fundinum náðist samkomulag sem greiðir fyrir beinu áætlunarflugi milli Íslands og Japans, auk frekari möguleikum á leiguflugi. Jafnframt var ákveðið að löndin skyldu ræða áfram um mögulegan loftferðasamning milli landanna.

Að auki áttu fulltrúar íslenskra flugrekenda fundi með japönskum flugfélögum. Á þeim fundum kom fram vilji til aukins samstarfs.

  • Benedikt Ásgeirsson sendiherra skrifar undir samkomulagið ásamt fulltrúa Japans - mynd
  • Benedikt Ásgeirsson sendiherra og fulltrúi Japans handsala samkomulagið - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum