Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. febrúar 2019 Dómsmálaráðuneytið

Breyting á lögum um útlendinga í samráðsgátt

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um útlendinga hafa verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda. Hægt er að senda inn umsögn um frumvarpið til og með 3. mars næstkomandi.  Frumvarpið felur í sér nauðsynlegar breytingar sem gera þarf á lögum um útlendinga. Annars vegar stendur til að bregðast við ábendingum frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála auk þess sem vert þykir að bregðast við fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd frá umsækjendum sem dvalið hafa í öðrum ríkjum Schengen-svæðisins áður en komið var til Íslands (e. secondary-movement).

Hins vegar stendur til að bregðast við athugasemdum sem gerðar hafa verið við innleiðingu brottvísunartilskipunarinnar. Frumvarpinu er einkum ætlað að stuðla að gagnsærri og stöðugri framkvæmd laganna, auka skilvirkni og stytta málsmeðferðartímam, umsækjendum um alþjóðlega vernd til hagsbóta, og þar með bæta meðferð opinbers fjár.

Sjá nánar


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum