Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. mars 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Drög að handbók um NPA birt í samráðsgátt

Drög að handbók um framkvæmd notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 27. mars.

Félagsmálaráðuneytið vill með útgáfu hennar miðla upplýsingum um hvað í því felst að njóta aðstoðar sem skipulögð er undir heitinu notendastýrð persónuleg aðstoð, eða NPA. Þar er meðal annars fjallað um hlutverk og ábyrgð, skipulag og útfærslur.

Handbókin byggir að hluta til á ábendingum sem fram hafa komið um fyrri handbók um NPA sem gefin var út árið 2012. Hún byggir sömuleiðis á þeirri handbók sem norsk stjórnvöld gáfu út um NPA árið 2015. Handbókin er jafnframt afrakstur vinnu verkefnisstjórnar um NPA á árunum 2015 - 2017. Sú vinna byggði á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þeirri leiðsögn sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks veitir í því efni. Að frekari gerð bókarinnar hafa síðan á árinu 2017 komið fulltrúar NPA miðstöðvarinnar, Landsamtakanna Þroskahjálpar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fræðasamfélagsins. 

Handbókinni er ætlað að vera lifandi og tímalaust skjal. Það þýðir að hún er stöðugum  breytingum undirorpin og mun því geta breyst í samræmi við aukna þekkingu og þann lærdóm sem draga má af innleiðingu NPA á komandi misserum. Nýjustu útgáfu handbókar um NPA verður alltaf að finna á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins.

Drög að handbók um NPA í samráðsgátt

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum