Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. mars 2019 Innviðaráðuneytið

Ráðherra kynnti sér starfsemi Póst- og fjarskiptastofnunar

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heimsótti Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) í byrjun vikunnar. Ráðherra heilsaði upp á allt starfsfólk og fékk kynningu á mikilvægu starfi þeirra. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri kynnti stefnu, helstu verkefni og áskoranir í starfi stofnunarinnar á tímum örrar tækniþróunar.

Helstu áherslur stofnunarinnar snúa að eftirliti með fjarskiptamarkaði og póstþjónustu, stuðningur við uppbyggingu fjarskiptainnviða, neytendavernd og alþjónustu í póstþjónustu og fjarskiptum og loks netöryggi og öryggi fjarskiptaneta. Auk þess fer stofnunin með úrlausn deilumála í fjarskipta- og póstmálum. Í stefnu PFS segir m.a. að stofnunin skuli „stuðla að virkri samkeppni á öllum mörkuðum sem stofnunin þjónustar og opnar þar með slíka markaði fyrir tækninýjungum, gerir þá gagnsærri og eftirsóknarverðari til fjárfestinga.“ Hjá stofnuninni starfa 27 einstaklingar í fjórum deildum.

„Það er einkar ánægjulegt og áhugavert að hitta starfsfólk Póst- og fjarskiptastofnunar og fá að kynnast nánar því mikilvæga starfi sem það sinnir. Við höfum síðustu mánuði unnið náið með stofnuninni að móta nýja löggjöf um póstþjónustu annars vegar og að nýrri stefnu um fjarskipti og fjarskiptaáætlun til fimmtán ára hins vegar. Hin nýja fjarskiptaáætlun felur í sér mikilvæga framtíðarsýn og markmið í fjarskiptum, netöryggismálum og póstmálum og þar er horft til umtalsverðrar tækniþróunar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra heimsækir þessa dagana stofnanir sem heyra undir ráðuneytið. Ráðherra hefur þegar heimsótt Þjóðskrá Íslands og Samgöngustofu.

Vefur Póst- og fjarskiptastofnunar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum