Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. mars 2019 Forsætisráðuneytið

Dagskrá forsætisráðherra 11. - 17. mars 2019

Mánudagur 11. mars

63. fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York

  • Fundir með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastýru UNFPA, varaforseta Kólumbíu og ráðherra jafnréttismála frá Nýja-Sjálandi.
  • Viðburður hjá fjölmiðlinum The Nation.
  • Málþing hjá EPIC (Equal Pay International Coalition) um jafnlaunavottun í samstarfi við Ísland og Sviss þar sem ég tók þátt í umræðum um reynslu Íslands af lögum um jafnlaunavottun.

Þriðjudagur 12. mars

63. fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York

  • Viðburður forseta allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
  • Tvíhliðafundur með Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands og Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna.
  • Þátttaka í pallborðsumræðum um hvernig kvenleiðtogar breyta heiminum.
  • Fjölmiðlafundur með forseta allsherjarþings.
  • Þátttaka í pallborðsumræðum norrænna jafnréttisráðherra.
  • Flutti ávarp á 63. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna.
  • Flug heim til Íslands.

Miðvikudagur 13. mars

Kl. 06:10    Lent í Keflavík.
Kl. 08:30    Fundur með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Kl. 13:00    Þingflokksfundur.
Kl. 16:00    Fundur í ráðherranefnd um ríkisfjármál.

Fimmtudagur 14. mars

Kl. 09:00    Ríkisstjórnarfundur.
Kl. 16:00    Ríkisráðsfundur.

Föstudagur 15. mars

Kl. 09:00    Morgunverður með ráðherrum í ríkisstjórn.
Kl. 09:30    Ríkisstjórnarfundur.
Kl. 11:00    Fundur ríkisstjórnarinnar með ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Kl. 13:00    Opnunarávarp á ársfundi Bændasamtakanna.
Kl. 15:00    Fundur með Birni Bjarnasyni.
Kl. 15:30    Fundur með Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum