Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. apríl 2019 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýsköpunarmiðstöð kemur að verkefnum til að styrkja atvinnulíf á Reykjanesi

  - myndStjórnarráðið

Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun koma að verkefnum og mótvægisaðgerðum sem ætlað er að vega á móti auknu atvinnuleysi og áhrifum þess á einstaklinga og fyrirtæki í kjölfar gjaldþrots WOW Air. Verkefnin verða unnin í samvinnu við Vinnumálastofnun, sveitarfélög á Suðurnesjum og hlutaðeigandi ráðuneyti.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands býr yfir þekkingu og reynslu á nýsköpun, atvinnuþróun og stuðningi við fyrirtæki, frumkvöðla og annað athafnafólk. Hún hefur í gegnum tíðina einnig nýst í stuðningi við atvinnugreinar og svæði þar sem miklar breytingar hafa átt sér stað í atvinnumálum eða áföll dunið yfir. Nýsköpunarmiðstöð kom m.a. að verkefnum eftir brotthvarf varnarliðsins af Keflavíkurflugvelli, verkefnum sem unnin voru í kjölfar skerðingar á þorskkvóta og fjölbreyttum stuðningsverkefnum og aðgerðum í kjölfar bankahrunsins. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum