Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. apríl 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ríkissjóður eignast Farice að fullu og kaupir hlut í Neyðarlínunni

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar við undirritunina - myndFjármála- og efnahagsráðuneytið

Íslenska ríkið og Landsvirkjun hafa skrifað undir samkomulag um að Landsvirkjun framselji 33,2% eignarhlut í Farice ehf. og 7,9% eignarhlut í Neyðarlínunni ohf. til ríkissjóðs. Matsverð eignarhlutar í Farice er um 9,2 milljónir evra og í Neyðarlínunni um 12,5 milljónir króna. 

Íslenska ríkið hefur skilgreint fjarskiptasambönd til útlanda sem innviði og eru kaupin gerð í ljósi þess.

Farice var stofnað árið 2002 og rekur gagnastrengina Farice og Danice. Eftir framsalið verður Farice að fullu í eigu íslenska ríkisins. Neyðarlínan sér um rekstur neyðarnúmersins 112. Neyðarlínan sér einnig um rekstur Vaktstöðvar siglinga og fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi. Íslenska ríkið mun eftir framsalið eiga 81,5% í Neyðarlínunni.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum