Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. apríl 2019 Matvælaráðuneytið

Samningaviðræður um endurskoðun búvörusamnings við nautgripabændur að hefjast

Ríkið og Bændasamtök Íslands hafa skipað samninganefndir sínar vegna endurskoðunar á búvörusamningi um starfsskilyrði nautgriparæktar. Í búvörusamningunum sem gerðir voru árið 2016 og gilda til 10 ára er mælt fyrir um að tvisvar á samningstímanum, þ.e. 2019 og 2023, verði samningarnir teknir til endurskoðunar. Þar verði litið til þess hvort markmið samninganna hafi náðst og hvort ástæða sé til að gera á þeim breytingar.

Í mars skilaði Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga tillögum vegna nautgriparæktar til ráðherra landbúnaðarmála. 

Samninganefnd ríkisins skipa eftirtalin:

  • Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður
  • Bryndís Eiríksdóttir
  • Elísabet Anna Jónsdóttir
  • Viðar Helgason frá FJR.

Samninganefnd bænda skipa eftirtalin:

  • Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður BÍ
  • Einar Ófeigur Björnsson, varaformaður BÍ
  • Gunnar Kr. Eiríksson, stjórnarmaður í BÍ
  • Guðrún Lárusdóttir, stjórnarmaður í BÍ
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda
  • Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda
  • Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda
  • Ingvi Stefánsson, formaður félags svínabænda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum