Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. júní 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ilmbanki og Íslenskt tweed á meðal verkefna sem fá styrk úr Hönnunarsjóði

Styrkþegar ásamt ráðherra og stjórn Hönnunarsjóðs.    Ljósmynd: Eyþór Árnason - mynd

Úthlutun úr Hönnunarsjóði fór fram á ársfundi Hönnunarmiðstöðvar Íslands í gær og hlutu alls 33 verkefni styrki, samtals að upphæð 23,7 milljónir.

Nordic Angan hlaut hæsta einstaka styrkinn 2 m.kr. fyrir verkefnið Ilmbanki íslenskra jurta – lifandi ilmsýning í Álafosskvos. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra veitti styrkþegum viðurkenningarskjöl.

Hönnunarsjóður, úthlutun júní 2019

Almennir styrkir

  • Ilmbanki íslenskra jurta – lifandi ilmsýning í Álafosskvos / Nordic angan    2 m.kr.
  • Heima / Grallaragerðin ehf.1,5 millj
  • MAGNEA – vöruþróun á yfirhöfnum úr íslenskri ull / Magnea Einarsdóttir    1,250 m.kr.
  • Avenue  / Eva María Árnadóttir    1,250 m.kr.
  • Hjúfra- áframhaldandi vöruþróun og notendakönnun. / Hanna Jónsdóttir    1,2 m.kr.
  • Arnar Már Jónsson fatalína / Arnar Már Jónsson    1 m.kr.
  • Leit að postulíni II /Smjör    1 m.kr.
  • ÍSLENSKT TWEED / Kormákur & Skjöldur    1 m.kr.
  • Trophy   / Flétta hönnunarstofa    1 m.kr.
  • Markaðssetning á vörumerkinu FÓLK í Evrópu / FÓLK Reykjavík    1 m.kr.
  • FLOTTMOTTA / Þórdís Erla Zoëga    1 m.kr.
  • ASKA –Hönnun og framleiðsla duftkerja úr íslenskum jarðefnum / Katrín Ólína Pétursdóttir    1 m.kr.
  • innriinnri / Raphaël Costes    1 m.kr.
  • Mót – Iðnaður /Guðrún Theodóra Alfreðsdóttir     1 m.kr.
  • ÞYKJÓ  / Sigríður Sunna Reynisdóttir    1 m.kr.
  • Skógarnytjar / Björn Steinar Blumenstein    900 þús.
  • Annar Laugavegur / Guðni Valberg    750 þús. 
  • Gombri lifir / Elín Edda Þorsteinsdóttir    750 þús.
  • VAKIR „plant me“/ Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir    750 þús.
  • Íslenskur brútalismi & Grazie! Press / Bobby Breiðholt    700 þús
  • Glerlíkaminn fer um landið / Sigríður Heimisdóttir    500 þús.
  • AfturTré / Valdís Steinarsdóttir    500 þús.

Ferðastyrkir, 100 þús.

  • Hönnunar gallerý á Italíu/ &AM (2)
  • Listamannaaðsetur og tvær sýningar í Árósum og Berlín/ Elsa Jónsdóttir (2)
  • OSLÓ-Hvað getum við lært?/ Samkeppnisnefnd Arkitektafélags Íslands (2)
  • Stefnumót japanskrar framleiðslu og íslenskrar fatahönnunar/ Signý Þórhallsdóttir
  • Tanja Levý x Mr. Silla – Berlín/ Tanja Huld Leví Guðmundsdóttir
  • MÆRA – Mottur úr íslenskri ull – Svíþjóð/ Lily Adamsdóttir
  • NeoCon Chicago Bandaríkin/ Kula Design ehf
  • Afhending Landnámskvennarefilsins – Edinborg í Skotlandi/ Kristín Ragna Gunnarsdóttir
  • INNOVATIVE COSTUME of the 21st CENTURY: THE NEXT GENERATION – Moscow, Russia/Sæunn Kjartansdóttir
  • Heilun jarðar. Námskeið hjá Fungi Perfecti í borginni Olympiu í Bandaríkjunum/ Sigrún Thorlacius
  • Bókakynning á IFLA Heimsráðstefnu Landslagsarkitekta í Osló/ Einar E. Sæmundsen

Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Sjóðurinn úthlutar ferðastyrkjum fjórum sinnum á ári og tvisvar á ári almennum styrkjum til verkefna, þróunar eða markaðsmála.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum