Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. júní 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Framtíð menntamála og næstu skref við mótun menntastefnu

Dr. Andreas Schleicher yfirmaður menntamála hjá OECD og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. - mynd
Framtíð menntamála og mótun nýrrar menntastefnu voru aðalfundarefni dr. Andreasar Schleichers, yfirmanns menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (e. OECD) og Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra á dögunum. Schleicher var staddur hér á landi og hélt fyrirlestur á vegum Samtaka atvinnulífsins og Háskóla Íslands í gær.

„Þetta var gagnlegur fundur fyrir okkur á þessum tímapunkti þegar við erum komin vel á veg með mótun nýrrar menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030. Schleicher hefur góða innsýn í stöðuna hér á landi og hefur lengi fylgst með þróun menntamála á heimsvísu, hans þekking og áherslur snúa ekki síst að samspili menntunar og hæfni og hlutverks þess í samkeppnishæfni þjóða,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Ný menntastefna mun ávarpa og setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta- og velferðarmálum og hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til hliðsjónar. Leiðarljós í þeirri stefnu verða meðal annars að allir geti lært, og að allir skipti máli og að menntakerfið sé eftirsóknarverður starfsvettvangur sem bjóði jöfn tækifæri fyrir alla til fjölbreyttrar gæðamenntunar. Unnið verður nánar að stefnunni og útfærslu hennar í víðtæku samráði m.a. við kennara, nemendur, atvinnulíf og foreldra.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum