Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. júní 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Áform um friðlýsingu Dranga í Árneshreppi á Ströndum í kynningu

Drangar - myndGunnar Guðjónsson

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Dranga á Ströndum sem óbyggð víðerni og landslagsverndarsvæði. Áformin eru kynnt í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Árneshrepp.

Jörðin Drangar er yfir 100 ferkílómetrar að flatarmáli og nær frá hábungu Drangajökuls að sjó á milli Bjarnarfjarðar og Drangavíkur. Drangar eru landnámsjörð, þar sem Eiríkur rauði bjó eftir föður sinn og má færa líkur að því að þar hafi sonur hans, Leifur heppni fæðst. Land jarðarinnar er að langmestu leyti óbyggð víðerni. Landslag er tilkomumikið, jarðfræði fjölbreytileg, gróðurfar sérstakt og náttúrufegurð almennt. Víðernisupplifun er mikil og svæðið nær óraskað. Svæðið er hluti af víðáttumesta, samfellda óbyggða víðerni á Vestfjörðum.

Nánari upplýsingar og tillögu að friðlýsingarmörkum má sjá á vef Umhverfisstofnunar.

Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferð 2. og 3. mgr. 36. gr. náttúruverndarlaga, sbr. 2. mgr. 38. gr. laganna en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár séu kynnt sérstaklega. Áformin eru nú kynnt öðru sinni vegna formgalla.

Nánari upplýsingar um áform um friðlýsingu Dranga í Árneshreppi á Ströndum á vef Umhverfisstofnunar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum