Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. júní 2019 Matvælaráðuneytið

Niðurstöður um úthlutun á WTO tollkvóta á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið 1. júlí 2019 til 30. júní 2020

  - myndSebastian Holgado / Unsplash

Föstudaginn 21. júní 2019 rann út umsóknarfrestur um tollkvóta vegna innflutnings á nauta-, svína-, kinda-, geita- og alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum og eggjum fyrir tímabilið 1. júlí 2019 til 30. júní 2020.

 

Samtals bárust tólf umsóknir frá aðilum um tollkvótann. Til útboðs kom á tollkvótum á nauta-, svína- og  alifuglakjöti, unnum kjötvörum, ostum og eggjum þar sem umsótt magn var meira en það magn sem í boði var.

 

Samtals bárust sjö gild tilboð í tollkvótann.

 

Sex tilboð bárust um innflutning á nautgripakjöti, samtals 232.000 kg á meðalverðinu 129 kr./kg.  Hæsta boð var 375 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 95.000 kg á meðalverðinu 245 kr./kg.

 

Tvö tilboð bárust um innflutning á svínakjöti, samtals 74.000 kg á meðalverðinu 0 kr./kg.  Hæsta boð var 0 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 64.000 kg á meðalverðinu 0 kr./kg.

 

Ein umsókn barst um innflutning á kinda- eða geitakjöti, samtals 100.000 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 345.000 kg.

 

Þrjú tilboð bárust um innflutning á kjöti af alifuglum, samtals 87.000 kg á meðalverðinu 1 kr./kg.  Hæsta boð var 1 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 59.000 kg á meðalverðinu 1 kr./kg.

 

Fjórar umsóknir bárust um innflutning smjöri, samtals 25.000 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 53.000 kg.

 

Fimm tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum, samtals 184.000 kg á meðalverðinu 330 kr./kg.  Hæsta boð var 650 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 119.000 kg á meðalverðinu 478 kr./kg.

 

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á eggjum og afurðum þeirra, samtals 55.000 kg á meðalverðinu 3 kr./kg.  Hæsta boð var 10 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg.  Tilboðum var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 55.000 kg á meðalverðinu 3 kr./kg. Tollkvóti er 76.000 kg.

 

Fimm tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum, samtals 78.000 kg. á meðalverðinu 372 kr./kg. Hæsta boð var 740 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg.  Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 78.000 kg á meðalverðinu 372 kr./kg. Tollkvóti er 86.000 kg.

 

Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:

 

Nautgripakjöt fyrir tímabilið júlí 2019 - júní 2020

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

28.000

Ekran ehf

15.000

Innnes ehf

20.000

Garri ehf

20.000

Kjötmarkaðurinn ehf

12.000

Sælkeradreifing ehf

 

Svínakjöt fyrir tímabilið júlí 2019 - júní 2020

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

8.649

Ekran ehf.

55.351

Kjötmarkaðurinn ehf

 

 

Kinda- og geitakjöt fyrir tímabilið júlí 2019 - júní 2020

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

100.000

Ekran ehf

 

Alifuglakjöt fyrir tímabilið júlí 2019 - júní 2020

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

2.855

Garri ehf

56.145

Innnes ehf

 

Smjör fyrir tímabilið júlí 2019 - júní 2020

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

10.000

Ekran ehf.

5.000

Danól ehf

2.000

Krónan ehf

8.000

Nautica ehf

 

Ostur fyrir tímabilið júlí 2019 - júní 2020

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

70.000

Aðföng

29.000

Innnes ehf

20.000

Mjólkursamsalan ehf

 

Fuglsegg fyrir tímabilið júlí 2019 - júní 2020

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

15.000

Aðföng

20.000

Ekran ehf

20.000

Innnes ehf

 

Unnar kjötvörur fyrir tímabilið júlí 2019 - júní 2020

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

10.000

Aðföng

20.000

Ekran ehf

20.000

Innnes ehf

4.000

Garri ehf

24.000

Sælkeradreifing ehf

 

 

Reykjavík, 27. júní 2019
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 15 Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum