Hoppa yfir valmynd

Frétt

29. júní 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félags- og barnamálaráðherra semur við MRSÍ um lögfræðiráðgjöf til innflytjenda

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri MRSÍ. - mynd

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ), hafa skrifað undir endurnýjun samnings um lögfræðiráðgjöf til innflytjenda.

MRSÍ hefur um sjö ára skeið sinnt lögfræðiráðgjöf til innflytjenda þeim að kostnaðarlausu. Er hún veitt á grundvelli samnings við félagsmálaráðuneytið. Samkvæmt samningnum hefur skrifstofan fengið árlegan styrk til að greiða túlkum og lögfræðingum sem sinna ráðgjöfinni. Hann var í ár hækkaður úr tæplega sex milljónum króna í 6,5 milljónir vegna aukinna umsvifa.

Góð reynsla hefur verð af þjónustunni og fer aðsóknin að lögfræðiráðgjöfinni vaxandi. Eftirspurnin eftir viðtalstímum er stöðug og oftast er fullbókað í tíma. Innflytjendur leita helst eftir lögfræðiráðgjöf þegar kemur að sifjamálum, atvinnumálum, umsóknum um ríkisborgararétt og dvalarleyfi.

Síðastliðið ár hefur innflytjendum verið boðið upp á viðtöl í Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis í Reykjavík. Fyrirhugað er að bjóða upp á sömu þjónustu í Bjarmahlíð sem er samskonar miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi. Þá er fyrirhugað að MRSÍ muni veita reglulega lögfræðiráðgjöf til innflytjenda í nýrri ráðgjafastofu fyrir innflytjendur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum