Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. september 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Glæsilegur árangur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum

Íslenska landsliðið í hestaíþróttum náði glæsilegum árangri á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín á dögunum og af því tilefni bauð Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra liðinu og landsliðsteyminu til móttöku í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Íslendingar hlutu sex gullverðlaun af níu í flokki fullorðinna, eitt gull í flokki ungmenna og fjögur af sex kynbótahrossum sem Íslendingar sendu á mótið urðu efst í sínum flokki. Er þetta besti árangur liðsins síðan árið 2007.

„Við gleðjumst yfir þessum frábæra árangri og óska ég keppendum, aðstandendum og ræktendum hjartanlega til hamingju. Þessi uppskera er afrakstur þrautlausrar þjálfunar knapa og hesta og þeirrar faglegu umgjarðar sem þróast hefur um þátttöku Íslands í mótum af þessu tagi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og þakkaði Landsambandi hestamannafélaga, landsliðinu, knöpum og stuðningmönnum fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu íþrótta og íslenska hestsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum