Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. september 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Kynningarfundur um framtíðarsýn ferðaþjónustunnar og Jafnvægisás ferðamála

 

Í nýrri framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er stefnt að því að Ísland verði leiðandi á heimsvísu í sjálfbærni greinarinnar. Framtíðarsýnin var unnin í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Kynning á framtíðarsýninni fer fram á föstudaginn, 27 september, á Hilton Nordica Reykjavík kl 13:00- 16:00.

Þar verður einnig kynntur Jafnvægisás ferðamála sem er nýtt, viðamikið og mikilvægt stjórntæki í íslenskri ferðaþjónustu. Jafnvægisásinn segir til um það hvar ferðaþjónustan stendur gagnvart yfir 60 mælikvörðum sjálfbærrar nýtingar og er þá horft til samfélagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta. Þetta mun vera í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á landsvísu.

Nánari upplýsingar á: www.anr.is/framtidarsyn

Framtíðarsýnin og Jafnvægisásinn mynda saman nauðsynlegar undirstöður fyrir þá aðgerðabundnu stefnumótunarvinnu sem er fram undan.

Á fundinum mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, kynna framtíðarsýnina en Ólafur Árnason frá EFLU verkfræðistofu kynnir Jafnvægisásinn.

Að kynningunum loknum verða pallborðsumræður þar sem þátttakendur verða, auka ráðherra og fulltrúa EFLU, þau Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.

Fundarstjóri er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.

Fundinum verður einnig streymt beint á vef og Facebooksíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

8. Góð atvinna og hagvöxtur
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum