Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. september 2019 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Úttekt á gæðum náms við Háskólann í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík - mynd

Gæðaráð íslenskra háskóla hefur nú birt niðurstöður úttektar á gæðum náms við Háskólann í Reykjavík. Úttektin er liður í skipulegu eftirliti Gæðaráðs með gæðum íslenskra háskóla með áherslu á nemendur, námsumhverfi og prófgráður.

Meðal helstu niðurstaðna úttektarinnar er að skólinn búi að skýrri stefnu og styrkri stjórn sem styðji þarfir íslensks samfélags og hvetji til öflugs rannsóknarstarfs og að ánægja sé meðal nemenda og kennara með nám, kennslu, rannsóknir og háskólaumhverfi. Meðal þess sem gæðaráðið telur að þurfi að bæta úr í starfi skólans er að tryggja aðkomu stjórnenda faglegra eininga að hönnun og skipulagi innra gæðakerfis og styðja við starfsþróun akademískra starfsmanna.

Gæðaráð íslenskra háskóla starfar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið en markmið eftirlits þeirra er m.a. að bæta kennslu og rannsóknir á vettvangi íslenskra háskóla, tryggja að skilyrði fyrir viðurkenningu ráðherra á fræðasviðum háskóla séu uppfyllt og tryggja samkeppnishæfni íslenskra háskóla á alþjóðavettvangi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum