Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. október 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Uppgötvaðu hæfileika þína

Starfsmenntavikan er nú haldin í fjórða sinn undir kjörorðunum „Uppgötvaðu hæfileika þína“. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnaði dagskrá hennar í morgun: „Vel þjálfað og menntað starfsfólk, og frumkvæðis þess og athafnavilji, eflir vinnumarkaðinn og eykur sveigjanleika hans. Við þurfum bæði hugvit og verkvit til þess að nýsköpun blómstri í okkar samfélagi og til þess að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Það liggja mikil sóknarfæri í að efla iðn- og starfsmenntun hér á landi og það er eitt af forgangsmálum okkar.“

Af sama tilefni opnaði ráðherra vefinn Nám og störf, þar sem nálgast má á einum stað upplýsingar um námskosti á sviði starfsmenntunar, námssamninga og starfskynningar og fleira gagnlegt fyrir þá sem vilja kynna sér starfsmenntun. Síðan inniheldur einnig efni fyrir náms- og starfsráðgjafa og kennara.

Evrópsk starfsmenntavika miðar að því að kynna og efla starfsnám og þjálfun og eru skóla og aðrar stofnanir sem sinna starfsmenntun hvattar til þess að nýta það tækifæri til þess að kynna námsframboð sitt og nýjungar. Dagskrá starfsmenntavikunnar má nálgast hér.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum