Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. október 2019 Matvælaráðuneytið

Frumvarp um breytingu á samkeppnislögum til umsagnar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á samkeppnislögum. Frumvarpið er hluti af í aðgerðaráætlun ráðuneytisins um einföldun regluverks á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og miðar hluti frumvarpsin að einfaldari framkvæmd samkeppnislaganna. Frumvarpið er einnig einn þáttur af aðgerðum stjórnvalda til stuðnings lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins frá í vor.

Helstu breytingar á samkeppnislögum sem lagðar eru til með frumvarpinu eru að veltumörk tilkynningarskyldra samruna verða hækkuð og málsmeðferð þeirra einfölduð, breytingar verða á fyrirkomulagi undanþága frá bannreglum laganna sem felst í að fyrirtæki meti sjálf hvort skilyrði undanþága séu uppfyllt, heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar án brots og til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verða felldar brott, lögð er til breyting í tengslum við norrænan samstarfssamning í samkeppnismálum auk annarra breytinga.

Óskað er umsagna um frumvarpsdrögin á samráðsgátt stjórnvalda til mánudagsins 4. nóvember.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum