Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. október 2019 Forsætisráðuneytið

Heildarendurskoðun á löggjöf um jarðir og fasteignir til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi

Ríkisstjórnin fjallaði á fundi sínum í morgun um heildarendurskoðun á löggjöf um jarðir og fasteignir sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur beitt sér fyrir og hefur það markmið að styrkja lagaumhverfi um eignarhald og nýtingu jarða og fasteigna, m.a. að auka yfirsýn stjórnvalda í málaflokknum.

Gert er ráð fyrir því að endurskoðunin muni taka til jarðalaga nr. 81/2004, skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, ásamt fleiri lögum á þessu sviði. Fyrirhugað er að lagafrumvörpin sem um ræðir verði kynnt í kringum komandi áramót en um er að ræða frumvörp sem heyra undir dómsmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum