Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. október 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisþjónusta - myndGolli

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu 2019. Tilgangur styrkjanna er að stuðla að umbótum, nýbreytni og auknum gæðum í heilbrigðisþjónustunni.

Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni sem eru í samræmi við heilbrigðisstefnu til 2030 og/eða tengjast innleiðingu áætlunar Embættis landlæknis um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019–2030. Í styrkumsókn skal m.a. koma fram: Markmið verkefnis, framkvæmda- og kostnaðaráætlun og hvernig nýta megi niðurstöður til að auka öryggi og gæði heilbrigðisþjónustunnar. Sótt skal um í nafni einstakra stofnana eða starfseininga. 

Umsóknarfrestur er til 18. nóvember næstkomandi.

Umsækjendur skulu sækja um styrk á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins á slóðinni https://minarsidur.stjr.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum