Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. nóvember 2019 Dómsmálaráðuneytið

Evrópska handtökuskipunin tekur gildi

Samningur Íslands, Noregs og Evrópusambandsins um málsmeðferð við afhendingu milli aðildarríkja Evrópusambandsins og Íslands og Noregs (hin svokallaða evrópska handtökuskipun), sem undirritaður var 28. júní 2006 tók loks gildi þann 1. nóvember síðastliðinn.

Samningurinn felur í sér að einstaklingar grunaðir um refsiverða háttsemi og þeir sem dæmdir hafa verið fyrir refsiverð brot verða afhentir milli þeirra ríkja sem aðild eiga að samningnum. Öll málsmeðferð um afhendingu sakamanna verður skilvirkari og mun einfalda rannsókn sakamála þvert á landamæri, auk þess sem hún kemur í veg fyrir að brotamenn geti dulist í heimaríki sínu.

Lög um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar nr. 51/2016 voru samþykkt á Alþingi árið 2016, en með þeim lögum var fyrrnefndur samningur fullgiltur. Lögin tóku því gildi sl. föstudag, hvað varðaði hina evrópsku handtökuskipun. Ástæður þess að málið hefur tekið þennan tíma er að öll aðildarríki þurftu að samþykkja samninginn formlega og lauk því ferli með samþykkt Ítalíu í lok sumars. Nánar má lesa um handtökuskipunina í tilkynningu Eurojust.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum