Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Fjallað um lýðheilsu og mikilvægi heilsulæsis á heilbrigðisþingi

Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir - mynd

Mikilvægi heilsulæsis í lýðheilsustarfi, jafnt í heilsueflingu og forvörnum verður umfjöllunarefni Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur sálfræðings og doktors í lýðheilsuvísindum, á heilbrigðisþinginu næstkomandi föstudag. Í erindi sínu mun Dóra Guðrún fara yfir skilgreiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á heilsulæsi, hvað það er, hvaða afleiðingar það getur haft að hafa lélegt heilsulæsi og hvað hægt er að gera til að auka heilsulæsi í samfélaginu.

Dóra Guðrún er með kandídatspróf í klínískri sálfræði og vinnusálfræði og doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum. Hún  hefur rannsakað hvaða þættir hafa áhrif á hamingju, heilsu og vellíðan og jafnframt unnið að því að finna hagnýtar leiðir til að nýta niðurstöðurnar. Dóra Guðrún hefur ritað fjölda greina um efnið sem hafa birst bæði innan lands og utan. Meðal annars er hún höfundur bókarinnar Velgengni og vellíðan –um geðorðin 10.

Dóra Guðrún vinnur sem sviðstjóri Lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum