Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. desember 2019 Matvælaráðuneytið

Kristján Þór fundaði um heimaslátrun

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - mynd

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti fund með helstu hagsmunaaðilum um möguleika þess að rýmka gildandi reglur um slátrun og leita leiða til að auka verðmætasköpun bænda. Á fundinum fór Kristján Þór yfir þá vinnu sem farið hefur fram í ráðuneytinu á undanförnum misserum og kallaði eftir sjónarmiðum fundargesta. Fundinn sátu auk ráðherra fulltrúar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Matvælastofnun, Bændasamtökum Íslands, Landssamtökum sauðfjárbænda og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir, bóndi í Birkihlíð í Skagafirði.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Á fundinum kom fram vilji allra aðila til að leita leiða til að ná fram þessu markmiði um að auka frelsi bænda, auka verðmætasköpun og hvetja til nýsköpunar og þróunar. Jafnframt skynjaði ég skilning á því að við þurfum að starfa innan þeirra alþjóðaskuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist en ég er sannfærður um að við getum innan þess ramma tekið skref í þessa veru. Ég tel að það séu allir samstíga í því verkefni.“

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum