Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. desember 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Nýr göngustígur við Sólheimajökul

Við Sólheimajökul - myndBjörgvin Hilmarsson

Öruggur göngustígur sem leiðir gesti við Sólheimajökul að útsýnissvæði þar sem hægt er að horfa til jökuls og lóns er samstarfsverkefni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og hagsmunaaðila á svæðinu.

 

Verkefnið er tilraunaverkefni en Sólheimajökull var valinn í samráði við SafeTravel-verkefni Landsbjargar á grundvelli þess að þar mætti ná fram miklum úrbótum á vinsælum áfangastað á tiltölulega einfaldan hátt.

„Leiðarljós verkefnisins er að auka öryggi og aðgengi og bæta upplifun gesta. Sólheimajökull er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Íslandi og þar er að mati sérfræðinga stórt tækifæri til að bæta stýringu í þágu öryggis og aðgengis með bættum innviðum.“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.

Efla verkfræðistofa hefur séð um hönnun á stígnum og mun sinna eftirliti með framkvæmd verkefnisins. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið snemma vorið 2020.

 

Samkvæmt viljayfirlýsingu milli ráðuneytisins og landeigendafélagsins á svæðinu fjármagnar ráðuneytið hönnun á göngustígnum og greiðir fyrir þann hluta framkvæmda sem er á þjóðlendu, en landeigendafélagið greiðir fyrir þann hluta framkvæmda sem er ekki á þjóðlendu. Um 70% af svæðinu sem framkvæmdirnar ná yfir er á þjóðlendu og 30% eru í einkaeign. Framlag ráðuneytisins til verkefnisins getur orðið allt að 12 m. kr.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

11. Sjálfbærar borgir og samfélög
8. Góð atvinna og hagvöxtur
13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum