Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. janúar 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Starfshópur meti fjárveitingar til ofanflóðasjóðs

Landhelgisgæslan á vettvangi á Flateyri. - myndLandhelgisgæslan
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem fer yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs og leggur til heildstætt mat á framkvæmdir við ofanflóðavarnir með áherslu á tímabil næstu fjármálaáætlunar fyrir árin 2021-2025 sem kynnt verður í vor.

Verkefni starfhópsins verður að skoða forgangsröðun fjármuna til verkefna ofanflóðasjóðs og er gert ráð fyrir að hópurinn muni skila af sér tillögum til ríkisstjórnar fyrir 14. febrúar næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum