Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. janúar 2020

Upplýsingar vegna kórónaveirunnar

Óvissuástandi hefur verið lýst yfir á Íslandi vegna kórónaveirunnar vegna mögulegra áhrifa á lýðheilsu. Samstarf stofnana hefur verið aukið, upplýsingamiðlun og vöktun er efld eftir þörfum.

Íslendingum í Kína býðst að skrá sig hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með því að senda tölvupóst á [email protected], með staðsetningu, netfangi og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband ef staðan breytist. Þeir eru jafnframt beðnir um að kynna sér leiðbeiningar sóttvarnalæknis og fylgja fyrirmælum stjórnvalda á hverjum stað. 

Nánari upplýsingar á vef landlæknis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum