Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. mars 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Jafnréttismál á dagskrá í Póllandi

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði jafnréttisráðstefnu sem Jafnréttisþing pólskra kvenna (e. Polish Women‘s Congress) stóð fyrir í Varsjá í Póllandi í gær. Samtökin eru kvenréttindasamtök sem vinna að jafnrétti í stjórnmálum, félagslega og efnahagslega.

Jafnréttismál hafa verið mikið í umræðunni í Póllandi en landið er neðarlega á heimsvísi jafnréttismála (e. Global Gender Index). Á ráðstefnunni voru meðal annars ræddar tillögur og aðgerðir um hvernig megi minnka launamun og efla stöðu kvenna á vinnumarkaði.

„Þökk sé öflugum kvenfyrirmyndum á Íslandi, góðu aðgengi að menntun og leikskólum, ásamt lengingu fæðingarorlofsins, stendur Ísland framarlega í jafnréttismálum og það er skylda okkar að standa við bakið á öðrum löndum sem eiga lengra í mark í jafnréttisbaráttunni. Það var mikill eldmóður í ráðstefnugestum og ljóst að það eru merkilegir tímar framundan í Póllandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Samtökin hafa notið mikils stuðnings nokkurra sendiráða í Póllandi líkt og Bretlands og Norðurlandanna. Þá hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (e. ODIHR), einnig verið þeim mikið innan handar og stutt samtökin.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum