Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. apríl 2020 Heilbrigðisráðuneytið, Forsætisráðuneytið

Líðan þjóðarinnar á tímum COVID-19 verður rannsökuð

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að veita 1,5 milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til rannsóknar á líðan þjóðarinnar á tímum COVID-19. Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands stendur að rannsókninni í samvinnu við Embætti landlæknis og sóttvarnarlækni, en hún er einnig unnin í samvinnu við aðra háskólastofnanir á Norðurlöndunum.

Markmið rannsóknarinnar er að meta líðan og lífsgæði þjóðarinnar við núverandi aðstæður og möguleg áhrif á heilsufar til lengri tíma. Rannsóknin er tvíþætt. Annars vegar verður öllum einstaklingum 18 ára og eldri sem hafa rafræn skilríki boðið að taka þátt í netkönnun um líðan á óvissutímum faraldursins COVID-19. Þessi hluti könnunarinnar fer fram innan skamms og verður endurtekinn að ári. Hins vegar verður leitað til þátttakenda í tveimur rannsóknum sem áður hafa verið gerðar á líðan landsmanna, þ.e. annars vegar í rannsókn embættis landlæknis; Heilsa og líðan Íslendinga sem gerð var árið 2017 og hins vegar í rannsókn Unnar Valdimarsdóttur; Áfallasaga kvenna. Með því að leita til þessara tveggja hópa og kanna aðstæður þeirra núna fæst samanburður á mati þeirra á eigin heilsu og líðan fyrir og eftir COVID-19.

Horft er til þess að niðurstöður rannsóknarinnar muni veita mikilvægar upplýsingar sem nýtast við stefnumótun, forgangsröðun verkefna á óvissutímum, til að meta heilsufarslegan jöfnuð/ójöfnuð og svo mætti áfram telja.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum