Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. maí 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2020

Miðvikudaginn 13. maí síðastliðinn rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2020, sbr. reglugerð nr. 1076/2019. Verð tollkvótans fyrir öll valin verðtilboð réðst af verði lægsta valda tilboðsins í hverjum vörulið, á grundvelli 1. gr. laga nr. 152/2019 um breytingu á búvörulögum og tollalögum (úthlutun tollkvóta).

 

Tvö tilboð bárust í tollkvóta fyrir blómstrandi pottaplöntur í tollskárnúmeri (0602.9091) samtals 2.400 stk., á meðalverðinu 107 kr./stk.  Hæsta boð var 120 kr./stk. en lægsta boð var 89 kr./stk. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 1.650 stk. á jafnvægisverðinu 89 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

 

Tvö tilboð bárust í tollkvóta fyrir aðrar pottaplöntur í tollskrárnúmeri (0602.9093) samtals 2.900 stk., á meðalverðinu 113 kr./stk.  Hæsta boð var 120 kr./stk. en lægsta boð var 99 kr./stk. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 2.160 stk. á jafnvægisverðinu 99 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

 

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir tryggðablóm í tollskrárnúmeri (0603.1400) samtals 12.000 stk., á meðalverðinu 48 kr./stk.  Hæsta boð var 50 kr./stk. en lægsta boð var 40 kr./stk. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 6.500 stk. á jafnvægisverðinu 49 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

 

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir afskorin blóm, í tollskrárnúmeri (0603.1909) samtals 184.750 stk. á meðalverðinu 40 kr./stk.  Hæsta boð var 50 kr./stk. en lægsta boð var 17 kr./stk. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 118.750 stk. á jafnvægisverðinu 40 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

 

Atvinnuvega- og nýsköpunararráðuneytið hefur úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða/umsókna þeirra:

 

Blómstrandi pottaplöntur júlí - desember 2020

Magn (stk)

Tilboðsgjafi

1.400

Garðheimar-Gróðurvörur ehf

250

Grænn markaður ehf

 

Aðrar pottaplöntur júlí - desember 2020

Magn (stk)

Tilboðsgjafi

1.900

Garðheimar–Gróðurvörur ehf

260

Grænn markaður ehf

 

Tryggðablóm júlí - desember 2020

Magn (stk)

Tilboðsgjafi

3.500

Grænn markaður ehf

3.000

Samasem ehf

 

(Annars)  afskorin blóm júlí - desember 2020

Magn (stk)

Tilboðsgjafi

4.964

Garðheimar-Gróðurvörur ehf

113.786

Samasem ehf

 

Reykjavík, 27. maí 2020

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum