Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. júní 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

223 verkefni hljóta styrki úr tónlistarsjóði

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr tónlistarsjóði, annars vegar síðari úthlutun ársins 2020 og aukaúthlutun átaksverkefnis stjórnvalda vegna COVID-19.

Að fenginni tillögu tónlistarráðs verða veittir til 61 verkefnis, að upphæð 18 milljónum kr. í seinni úthlutun sjóðsins fyrir þetta ár. Hæsta styrkinn, að upphæð 800.000 krónur, hlýtur Sinfóníuhljómsveit Austurlands. Þrjú verkefni hljóta styrk að upphæð sjö hundruð þúsund krónur: Óperudagar 2020, barnaóperan Fuglabjargið og námskeiðið: Ungir tónhöfundar. Meðal annarra verkefna sem hljóta styrk má nefna tónleikaraðir á Akureyri, Seyðisfirði og í Hóladómkirkju, sönghátíð í Hafnarborg og lúðrasveitaveislu á Akureyri. Alls bárust 186 umsóknir vegna þessarar úthlutunar.

Alls bárust 540 umsóknir um aukaúthlutun tónlistarsjóðs vegna COVID-19. Veittir verða styrkir til 162 verkefna að upphæð 81 milljón kr. Átta verkefni eða hljómsveitir hljóta hæsta styrk, að upphæð 1.000.000 kr. en það eru: Agent Fresco, Barokkbandið Brák, Hatari, Pétur Sigurþór Jónsson og Ragna Kjartansdóttir fyrir nýjar plötur, Kristjana Stefánsdóttir fyrir verkefnið Blái hnötturinn fyrir stórsveit, Tónleikaröð í Hafnarborg og óperuverkefnið Fidelio. Meðal verkefna sem hljóta styrk að upphæð 600.000 kr. má nefna nýjar plötur með Önnu Grétu Sigurðardóttur, Elfu Rún Kristinsdóttur, Högna Egilssyni, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Schola cantorum, auk tónleika með Dimmu, Tómasi Jónssyni og Sinfóníettu Suðurlands og nýrra tónverka eftir Áskel Másson, Jófríði Ákadóttur, Snorra Sigfús Birgisson og Þórð Magnússon.

Næsti umsóknafrestur í tónlistarsjóð er 2. nóvember 2020. Nánari upplýsingar um úthlutanir tónlistarsjóðs má finna á heimasíðu Rannís

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum