Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. júlí 2020 Forsætisráðuneytið

Fimm milljónir til Handverks og hönnunar

  - myndPexels/Daria Shevtsova

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að veita fimm milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til sjálfseignarstofnunarinnar Handverks og hönnunar. Hlutverk hennar er að stuðla að eflingu handverks og listiðnaðar, auka gæðavitund með ráðgjöf og upplýsingagjöf; auka skilning á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi; og kynna íslenskt handverk og íslenskan listiðnað.

Handverk og hönnun hefur frá upphafi sinnt markaðs- og kynningarstarfi, námskeiða- og sýningahaldi, fræðslu og ráðgjöf og þjónar tugum ef ekki hundruðum smárra fyrirtækja eða einyrkja sem mörg eru á landsbyggðinni og konur þar í meirihluta.

Verkefninu var upphaflega hrint af stað af forsætisráðuneytinu árið 1994 en síðar rekið sem samstarfsverkefni forsætisráðuneytis, iðnaðarráðuneytis, landbúnaðarráðuneytis og félagsmálaráðuneytis og fjármagnað af þeim. Árið 2007 var Handverk og hönnun gerð að sjálfseignarstofnun og mennta- og menningarmálaráðuneyti falið að gera samning við stofnunina um ráðstöfun rekstrarframlags sem greiðast skyldi af fjárlögum hvers árs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum