Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. júlí 2020 Matvælaráðuneytið

29 þúsund tonnum aflamagns ráðstafað til sérstakra aðgerða á fiskveiðiárinu 2020/21

29 þúsund tonnum aflamagns ráðstafað til sérstakra aðgerða á fiskveiðiárinu 2020/21 - myndSigurður Ólafsson / NordenOrg

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 29 þúsund tonnum aflamagns í bolfiski til sérstakra aðgerða. Er það nokkuð minna magn en á síðasta fiskveiðiári sem skýrist af samdrætti í leyfilegum heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár sem fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Um árlega úthlutun er að ræða sem byggir á lögum um stjórn fiskveiða en samkvæmt þeim er 5,3% af afla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum,  línuívilnunar, strandveiða, rækju- og skelbóta, frístundaveiða og annarra tímabundinna ráðstafana. Hér getur að líta yfirlit um breytingar í aflamagni á milli fiskveiðiára (tonn):

2020/21

2019/20

Strandveiðar

11.100

11.100

Línuívilnun

2.229

3.445

Almennur byggðakvóti

6.128

7.069

Skel- og rækjubætur

2.466

2.513

Frístundaveiðar

300

300

Aflamark Byggðastofnunar

6.857

6.899

Samtals aflamagn:

29.080

31.326

 

Reglugerðir um úthlutun má finna hér:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira