Hoppa yfir valmynd

Frétt

19. ágúst 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur tímabundið við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar

Hlíð á Akureyri - myndLjómsmynd: Akureyrarbær

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) að taka tímabundið við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) frá og með næstu áramótum. ÖA reka heimili fyrir um 180 íbúa á tveimur stöðum á Akureyri, í Hlíð og Lögmannshlíð.

Lagt er allt kapp á að undirbúa þessa breytingu vandlega þannig að íbúar og aðstandendur verði ekki fyrir óþægindum.

Akureyrarbær hefur rekið ÖA sem hluta af velferðarþjónustu sveitarfélagsins samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands fyrir hönd ríkisins. Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti fyrr á þessu áriað óska ekki eftir framlengingu á rekstrarsamningi sem rennur út 31. desember 2020.

Viðræður hafa undanfarna mánuði átt sér stað um rekstur hjúkrunarheimila á Akureyri þar sem megin áherslan hefur verið lögð á að standa vörð um gæði þjónustunnar og koma í veg fyrir óvissu á meðan unnið er að framtíðarskipan málaflokksins.Er þessi niðurstaða mikilvægur liður í því. Á vegum heilbrigðisráðuneytisins er að hefjast vinna við úttekt á rekstri hjúkrunarheimila landsins og mun högun rekstrar til framtíðar taka mið af niðurstöðu þessarar úttektar. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum