Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. september 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - mynd

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda samantekt með þeim áherslum og ábendingum sem fram komu á samráðsfundinum „Að lifa með veirunni“ sem haldinn var 20. ágúst síðastliðinn. Í samráðsgáttinni gefst almenningi kostur á að skoða samantektina og koma fleiri ábendingum á framfæri telji fólk ástæðu til. Tilgangurinn er að móta áherslur og leiðarljós sem geti nýst í áframhaldandi vinnu  við mótun aðgerða vegna Covid-19 á næstu misserum.

Enginn veit hve lengi Covid-19 verður áhrifavaldur í lífi fólks og ljóst að íslenskt samfélag, eins og heimurinn allur, þarf að búa sig undir að lifa með veirunni til lengri tíma. Efnt var til samráðsfundarins til að draga upp sem gleggsta mynd af áhrifum þeirra sóttvarnaráðstafana sem hingað til hefur verið beitt á líf almennings, afla upplýsinga um hvað það er sem er mest íþyngjandi fyrir einstaka hópa og hvernig það birtist, hvernig mismunandi hópar fólks sjá fyrir sér framtíðina í óbreyttu ástandi, hverjar séu helstu áskoranirnar og hvort og hvað sé unnt að gera til að lágmarka röskun á daglegu lífi fólks svo eitthvað sé nefnt.

Afurð samráðsins, þ.e. samantektin og þær athugasemdir sem berast í gegnum samráðsgáttina, verða sendar verkefnahópi sóttvarnarlæknis. Sá hópur mun skoða á hvaða hátt sóttvarnaaðgerðir séu líklegar til að snerta ólíka hópa samfélagsins til lengri tíma, greina hverjir muni helst finna fyrir þeim og þá hvort og hvernig sé hægt að taka tillit til þess svo áhrif sóttvarnaaðgerða verði ekki meira íþyngjandi en nauðsyn krefur.

Heilbrigðisráðherra boðaði til fundarins í samvinnu við forsætis- og dómsmálaráðuneytið. Eins og fram kemur í skýrslunni sátu fundinn um 50 manns frá stofnunum, félagasamtökum, fyrirtækjum og hagsmunasamtökum á ólíkum sviðum samfélagsins. Vegna samkomutakmarkana var óhjákvæmilegt að stilla fjölda fundarmanna í hóf. Aftur á móti var streymt beint frá fundinum og gátu þeir sem fylgdust með komið ábendingum á framfæri í gegnum smáforritið Slido. Um 250 manns nýttu sér þann möguleika en rúmlega 10.000 manns fylgdust með beinu streymi. Fundinum var einnig sjónvarpað í beinni útsendingu á RÚV-2. Upptaka frá fundinum er aðgengileg á vef stjórnarráðsins.

Vert er að geta þess að þegar fundurinn var haldinn 20. ágúst síðastliðinn var í gildi tveggja metra fjarlægðarregla og 100 manna hámark á samkomum. Síðan þá hafa reglur um samkomutakmarkanir verið rýmkaðar þannig að nú gildir 1 metra fjarlægðarregla og hámark þess fjölda sem heimilt er að koma saman er nú 200 manns. Hér að neðan má sjá myndir frá samráðsfundinu.

  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 1
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 2
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 3
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 4
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 5
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 6
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 7
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 8
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 9
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 10
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 11
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 12
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 13
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 14
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 15
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 16
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 17
  • Efni frá samráðsfundinum „að lifa með veirunni“ birt í samráðsgátt - mynd úr myndasafni númer 18

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum